Jæja lítið gerðist hjá okkur í dag.
Fórum á róló og í Safeway, komustum að því að Safeway Mega store opnar á miðvikudaginn og verður það mikil tilbreyting fyrir okkur. Á leið okkar í Safeway í dag tókum við eftir stórri skemmu sem innhélt verslun að nafni Makro, kom reyndar síðan í ljós þegar við komum inn í hana að þetta var heildverslun og þurfti sérstakt meðlimakort til að geta verslað, okkur til mikilla vonbrigða. Eldaði ég Farmers Market dinner við miklar undirtektir annarra sambýlismeðlima. Ölið var reyndar ekkert spes en lambið var ágætt, rauðvínið rokkaði sem og eplabakan sem var bökuð af bóndakonu sem leit út fyrir að hafa bakað eplabökur síðastliðin 50 ár. Horfðum þess á milli á formúluna sem var með fjölbreytnu sniði að þessu sinni. Þulurinn hafði rétt fyrir sér fyrir keppni með orðum sínum um að fólk ætti nú að koma sér fyrir með te og kex því þetta yrði söguleg keppni, þegar hún myndi loks hefjast. Schumacher keyrði auðvitað langbest þangað til hann keyrði útaf og endaði keppnin eftir að hafa verið stöðvuð sökum áreksturs og voru úrslit samkvæmt reglugerð. Sá sem lenti í þriðja sæti slasaðist og gat því ekki mætt á verðlaunapall og sá sem taldi sig hafa lent í fyrsta sæti þurfti að sætta sig við annað sæti eftir að hafa fagnað sigri. Þulirnir slógu þeim íslensku við með mun markvissari og betri lýsingu sem og upplýsingagjöf. Sem sé ágætur dagur í dag. Kveðja Jóa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli