mánudagur, júní 30, 2003

Þá er mamma Grikkjanna mætt á svæðið, þ.e. að Nickolas sem er hefur verið með tvíburabróður sinn hér í heimsókn er nú búinn að fá mömmu sína líka og gistir hún hér í einu herbergjanna í ganginum. Hún byrjaði sunnudaginn á því að elda og held hún hafi verið að því frá kl. 9-3 og var þá líka dýrindis veisla. Hún borðaði síðan minnst sjálf en drakk Gin og Tonik með matnum og reykti mikið. Eftir að hafa lent í þessu þá sér maður að myndin "My Fat Greek Wedding" er bara nokkuð raunsæ lýsing á lifnaðarháttum Grikkja sem stemmir við það sem Kostas hefur alltaf sagt mér, "Ef þú vilt fræðast um líf Grikkja, þá horfirðu bara á þessa mynd", segir hann. Ég held að það eina sem hún hafi gert eftir að hún kom hingað sé að elda og þrífa - fór ekkert út í gær að skoða sig um !!

Ég var annars með matarboð á laugardagskvöldið fyrir Sif og Geir, var með þessa líka dýrindis nautasteik, þó hún hafi verið aðeins of steikt þá smakkaðist hún samt vel. Gat síðan boðið uppá íslenskt nammi og harðfisk sem snakk um kvöldið - held ég að það hafi slegið í gegn. Útlendingunum finnst lakkrísinn góður og Grikkirnir voru ánægðir með hann og tilkynntu mér sérstaklega að lyktin af honum er einsog af úsóinu þeirra - held ég að þeir hafi verið ánægðir með það.

Fékk síðan leiðréttingu varðandi nesti Ingu Huldar um daginn, hún tók ekki með sér vínber og melónu heldur jarðarber og plómur. Hún er annars bara hress og fór í bíltúr með mömmu sinni um helgina í sumarbústaði. Heimsótti ömmu og afa í sumarbústaðnum fyrir austan og síðan langömmu og langafa í sumarbústað á Flúðum, borðaði síðan kvöldmat og gisti þar. Fékk að hlaupa úr sér vitleysuna og fara í heita pottinn og hefur eflaust haft gaman af því að komast aðeins út fyrir bæjarmörkin þó bílferðin hafi verið dáldið erfið.

Er núna að fara í síðasta tölvutímann í C++ og síðan styttist bara í að maður þurfi að fara að pakka ....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

[url=http://www.onlinecasinos.gd]casino[/url], also known as useful casinos or Internet casinos, are online versions of ancestral ("chunk and mortar") casinos. Online casinos allot gamblers to distressing and wager on casino games unequivocally the Internet.
Online casinos in general invite odds and payback percentages that are comparable to land-based casinos. Some online casinos contend higher payback percentages in the accomplishment of job automobile games, and some phylum non-military payout tome audits on their websites. Assuming that the online casino is using an fittingly programmed unsystematic house generator, catalogue games like blackjack question an established house edge. The payout component hound of these games are established at closer the rules of the game.
Varying online casinos engage not at home or profit their software from companies like Microgaming, Realtime Gaming, Playtech, Cosmopolitan Imposture Technology and CryptoLogic Inc.