Fór tvisvar út í dag - heldur betur öflugur, byrjaði í morgun á því að fara að lesa á bókasafninu og verslaði síðan skinkubréf hjá kaupmanninum á horninu þar sem ég virðist hafa týnt skinkunni sem ég keypti í safeway um daginn ;( ...var síðan uppá herbergi að lesa í dag og viti menn þegar ég fór að fá mér hádegismat um tvöleytið þá var bara fjör í eldhúsinu, þrír strákar mættir og voru að fá sér að borða og rósavín með. Þeir hafa ekki mikið að gera þar sem þeir eru bara að bíða eftir útskriftinni þann þriðja júlí ...þeir voru áhugasamir um Ísland og fannst áhugavert að vita hvort það væri satt að það væru bara fallegar stelpur heima. Ég sagði svo að sjálfsögðu vera en þá fór einn sem var um 1,75 á hæð að hafa áhyggjur af því að við Íslendingar værum svo stórir að hann væri líklega minni en flestar stelpurnar. Ég sagði honum að þær væru líklega að meðaltali jafnháar eða lítillega minni en hann en hann gæti verið í vandamálum ef þær væru á háum hælum !! Þeir voru einnig hrifnir af skemmtimenningunni en fannst dýrt að drekka - einn Grikkinn sagði reyndar að tímasetning djamms í Grikklandi væri svipuð, fara seint út og koma seint heim (eða snemma morguns). Grikkinn, Nicolas, sýndi mér stoltur Feta ost sem hann átti sem var beint frá Grikklandi - spurði hvort ég vissi hvað þetta væri. Ég sagðist heldur betur vita það og sýndi honum Feta ostinn sem ég átti !!! ...sem var í krukku í bitum í olíu - hann missti andlitið þegar hann sá þetta og sagðist aldrei hafa séð þetta áður ...fannst þetta þó dáldið sniðugt og skoðaði þetta vel ásamt félaga sínum sem einnig var grískur. Ég fór síðan að hlaupa og jók nú lengdina, hljóp í kringum háskólasvæðið - tók það mig um 35 mínútur með smálabbi þar sem ég gafst upp á leiðinni.
kvót:
"Most of us enter the investment business for the same sanity-destroying reasons a woman becomes a prostitute: It avoids the menace of hard work, is a group activity that requires little in the way of intellect, and is a practical means of making money for those with no special talent for anything else."
Richard Ney, The Wall Street Jungle.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli