sunnudagur, janúar 07, 2007

Lögðum af stað í gærmorgun rúmlega klukkan 7 til Washington DC ... framundan voru ca 230 mílur og var stefnt á að mæta á svæðið um hádegi og myndum við þá hafa um einn sólarhring til að skoða okkur um og sjá gersemar Ameríku. Byrjuðum á rútutúr um svæðið sem sýndi okkur allt það helsta ... Capitol Hill, Washington Monument, Lincoln Memorial, Arlington Cemetary, Hvíta Húsið ... alls konar stríðsminnismerki einsog um Víetnam, Kóreustríðið, seinni heimsstyrjöldina og náttúrulega ýmsar ríkisstofnanir og sendiráð allra mögulegra landa. Í morgun gengum við síðan um svæðið frá Capitol Hill í gegnum National Mall að Washington Monument og að 1600 Pennsylvania Avenue, öðru nafni Hvíta Húsinu ... kíktum á risaeðlubein í leiðinni á National History Museum ásamt stærsta bláa demant heims og stærsta uppstoppaða fíl heims og stærsta Topaz stein heims og ýmislegt annað stærst í heimi ...Veðrið hjá okkur var frábært með um 20 stiga hita og það besta var að það voru mjög fáir túristar á ferðinni að þvælast fyrir.

Engin ummæli: