Fyrsta stig var að læra plóginn (eða pizzuna einsog kaninn kallar það) og venjast því að renna á skíðunum ... og þá mátti alls ekki sleppa!!

... en á sunnudeginum eftir kennslu og meiri æfingar þá var sjálfstraustið farið að aukast og var hún farin að renna sér eilítið sjálf en þó ekki nema einhver væri innan handar ef skíðin myndu ekki láta að stjórn. Á mánudaginn gat fjölskyldan þó öll skíðað saman og var einsog hún hefði aldrei gert annað!

Nú er þegar byrjað að plana næstu ferð og hefur verið óskað eftir því að hún verði lengri en þessi.
... á skíðum skemmti ég mér trallalalllala ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli