Ég og Inga Huld gerðum okkur klár eldsnemma um morguninn þar sem 4 skóla fótboltakeppni átti að hefjast klukkan 10 í Hunter skólanum sem er lengst uppá east side. Hún er búin að vera að æfa fótbolta í vetur í skólanum í after-school club og var mjög spennt ... sumargjöfin var fótbolti og höfum við farið stundum út í garð og svoleiðis til að sparka bolta. Annars er dáldið spaugilegt stundum heima að sjá hana í bleikum kjól og háhæluðum inniskóm með fjöðrum að æfa sig með boltann ... ekki viss hvað þjálfarinn segði við því. Keppnin var skemmtileg á að horfa ... það voru 11 í hvoru liði og var spilað í 10 mínútur hver leikur ... Inga Huld spilaði 3 leiki og gerðu þau 2 jafntefli og töpuðu einum leik.
Hún stóð sig vel og var "defender" sem skilaði sér í því að þau fengu bara 1 mark á sig sem risastór 7 ára strákur skoraði ... virtist hann vera einn af fáum þarna sem gat höndlað boltann almennilega. Ég heyrði að foreldrunum leist ekkert á þennan skrítna leik og voru þessir amerísku ekkert að botna í reglunum og ráðfærðu sig við útlendingana um málið ... leikurinn var líka stundum dáldið þvögukenndur þar sem allir á vellinum eltu boltann stundum hvert sem hann fór og ég held að næsta mál á dagskrá sé að kaupa legghlífar þar sem allir eru duglegir að sparka en hitta ekki alltaf boltann. En þetta er náttúrulega málið ef Bandaríkin ætla einhvern tímann að komast á kortið í fótboltanum að þá þarf að byggja allt upp frá grunni og því tekur þetta tug ára að fá almennilegt lið ... þeir mættu þó kannski athuga það að bjóða ekki uppá Krispy Kreme kleinuhringi á milli leikja ...
cheers
Engin ummæli:
Skrifa ummæli