miðvikudagur, maí 23, 2007

Ég hef ekki horft á fótboltaleik í lengri tíma þannig að þegar úrslitaleikur Liverpool og AC Milan var spilaður í dag hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og laumaðist úr vinnunni í kaffitímanum til að horfa ... ég hefði sosum betur getað sleppt því þar sem mínir menn töpuðu þrátt fyrir að hafa verið mun betri allan leikinn !!

Inga Huld bíður nú með mikilli eftirvæntingu eftir ömmu og afa sem eru væntanleg með morgunfluginu á morgun og dvelja hér framyfir helgi. Veðurspáin er heit og góð og spáð er um og yfir 30 gráðu hita ... ekki er búið að setja saman of þétta dagskrá en ýmislegt er planað.

Engin ummæli: