Yfir borginni blasir rúmlega 600 herbergja lúxushótel sem byggt var við upphafsstöð lestarlínu sem lá þvert yfir Kanada. Þar sem lestarnar réðu ekki við að draga matar- og svefnvagna yfir hóla og hæðir Kanada þá voru byggð lúxushótel með reglulegu millibili svo fínir farþegarnir gætu nú fengið sinn fína mat og fegurðarblund. Fórum þar í skemmtilega skoðunarferð þar sem leiðsögukonan sagðist vera fædd árið 1863 og hafði búið á hótelinu síðan ... fengum við að skoða ýmsa sali og íverur, meðal annars þar sem Winston Churchill plottaði D-daginn ásamt fleirum ... það herbergi var með tveimur stórum arinstæðum svo hann gæti askað af vindlinum sínum ...


Á leiðinni frá Quebec var stoppað í þorpi Húrona sem er skammt utan Quebec en þeir fengu þar smáskika til að byggja sér hús og eru með lítið safn þar ásamt búð þar sem er hægt að kaupa ýmislegt indíánadót og voru þar seld mörg falleg skinn af refum, úlfum, ísbjörnum, björnum og fleiri dýrum ...

cheers
Engin ummæli:
Skrifa ummæli