föstudagur, nóvember 23, 2007

Black Friday

Svartur föstudagur í dag og skýrist nafnið af því að daginn eftir Thanksgiving byrjar útsölutímabilið og fara búðirnar að sýna hagnað eftir tap haustsins þ.e.a.s. tölurnar snúast úr því að vera rauðar yfir í að vera svartar ... nafnið er sem sagt ekki neikvætt einsog ætla mætti í fyrstu. Ég ætlaði að dröslast í ræktina í morgun eftir að hafa belgt mig út af kalkún í gær en þar var auðvitað lokað ... fékk mér því smávegis göngutúr uppá 5th til að athuga stemmninguna. Viti menn, fyrir klukkan sjö um morguninn var slatti af fólki á ferli og komið með verslunarpoka úr H&M og Armani ... kíkti inní eina búð sem var búin að vera opin frá klukkan 5 og var mikið stuð þar á fólki, músíkin í botni og allt á fullu!!

Ég hætti síðan snemma í vinnunni þar sem markaðirnir lokuðu klukkan tvö og hitti stelpurnar. Við kíktum aðeins á útsölurnar og gátum græjað eina jólagjöf. Fengum okkur kvöldmat á Fransk-Bavarian Brasserie sem er nálægt okkur. Þeir eru búnir að stútfylla staðinn af jólaskrauti og er alltaf fullt af fólki þar einnig. Fannst við hæfi að fara á jólalegan stað og hlusta á jólalög á meðan borðað var vínarsnitsel ...

Engin ummæli: