Happy Thanksgiving!
Við kíktum aftur á skrúðgönguna þetta árið og var veðrið töluvert betra heldur en í fyrra þegar það rigndi látlaust. Núna var sól og blíða með 15 stiga hita ... enda var líka töluvert meira af fólki að horfa. Skrúðgangan leit út fyrir að vera mjög flott - við sáum nokkrar risablöðrur svífa hjá og vakti Shrek mikla lukku hjá áhorfendum. Nenntum ekki að vera lengi í mannmergðinni og fórum heim og fengum okkur sveppasúpu ...
Um kvöldið fórum við í þakkargjörðarmáltíð til Sigurgeirs og fjölskyldu þar sem Elín var búin að töfra fram kalkúna með öllu tilheyrandi að amerískri venju. Það var því heldur betur hægt að belgja sig út og auðvitað var pumpkin pie í desert!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli