föstudagur, nóvember 28, 2008

Í gær fórum við í fullbúinn Thanksgiving dinner hjá Sigurgeiri og Elínu. Vantaði ekkert uppá herlegheitin nema kannski magamál til að geta torgað í sig meira af kræsingum! Það er síðan erfiður föstudagur í vinnunni þar sem maður vildi helst enn liggja á meltunni. Reyndar gott að dagurinn er stuttur og er ég kominn heim um hálffjögur. Þessi vika er frekar róleg og stutt þar sem miðvikudagurinn var einnig búinn snemma.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Reyndi að senda email til ykkar en fékk skilaboð að það sé ekki hægt að skila honum,,, !!!

Sendið mér símann og við höfum samband.
kv.
Auður

Skrifa ummæli