
Sunnudagurinn var notaður til meiri rólegheita og byrjuðum við eldsnemma klukkan tíu um morguninn í brunch á Balthazar. Það var sosum í lagi að vera snemma á ferðinni í morgun þar sem klukkunni var breytt í nótt þ.e. klukkan 2 varð klukkan aftur 1 og græddum við þar með einn klukkutíma. Við erum búin að passa okkur að breyta öllum klukkum til að lenda ekki í neinni vitleysu þetta árið. Eftir hádegið fórum við í bíó og sáum High School Musical 3 ... afskaplega mikil Disney saga ... við bökuðum svo gómsæta pizzu í kvöldmatinn ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli