Best að prófa bloggið.  Er ekki mjög duglegur að uppfæra hina heimasíðuna okkar - vona að þetta sé einfaldara og fljótlegra þannig að maður nenni oftar að skrifa eitthvað inná netið.
Uppgötvuðum t.d. í dag skemmtilegasta hluta Reading - enda við búin að vera hér í 6 mánuði þannig að við ættum að vera farin að þekkja umhverfið.  Við fréttum af þessu í SS  pulsupartíinu sem við héldum í gær - því miður engar myndir vegna þess að litla digital vélin mín gaf upp öndina og batteríið er búið í þeirri stærri.  Þar komumst við að því að áin Thames er um 10 mínútna gangur frá miðbænum þannig að við gerðum okkur lautarferð þangað í 18 stiga hita og sól og blíðu í dag.  Mjög fínt að slappa af þarna, liggja og sleikja sólina, horfa á bátana og svanina.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli