Stelpurnar voru bara ánægðar með leikhúsið í gær fyrir utan það að þær sátu á efstu svölum og stundum skyggðu ljósakrónurnar á útsýnið.  Chandler leit ekkert upp á þær og olli hann dáldlum vonbrigðum með það - fréttum reyndar að íbúðin sem hann leigir kostar lítil 4000 (fjögur þúsun) pund á viku !!! ...ágætis íbúð það.  Ég og Inga Huld skemmtum okkur konunlega á KFC í gær og fengum okkur Haagen Das í desert, alveg meiriháttar gott ...en ísinn dýr - 4,6 pund fyrir þrjár ískúlur í boxi meðan hægt er að kaupa hálfan líter á 3,6 pund í Safeway.  Skvísurnar fóru enn einu sinni að versla í bænum ...hvar endar þetta ??  ...annars bara allt gott að frétta.
Var ég ekki búinn að spá því hér á síðunni að Dabbi myndi hleypa Dóra í aðalstólinn !!  Gerðist reyndar fyrr en ég hélt en var samt ljóst að það myndi gerast fyrr en seinna.  Ætli Dabbi fari þá í fjármálin og Geir í utanríkisráðherrann ... hvur veit ??

Engin ummæli:
Skrifa ummæli