Nú líður að brottför til Englands - brottfarardagur ákveðinn 27. september.  Búið er að finna íbúð í suð-austur hluta London, nánar í Hither-Green sem er beint niður af Greenwich.  Ritgerðin á að skilast á morgun föstudag og klárast það fínt, allt að verða klárt!!  Fínt verður að komast aftur út í hlýjuna þar sem það er að kólna ansi mikið hér, það fer bara alveg niður í 5 gráður og sést hefur frost á rúðum.
Við erum búin að vera að fara í gegnum dótið okkar sem við geymum í bílskúrnum hérna á Sunnubrautinni.  Eitthvað ætlum við að senda út, en mörgu er nú hent ....alveg ótrúlegt hvaða hluti maður er að halda uppá, erum búin að vera mjög miskunnarlaus.  Annað seljum við - t.d. borðstofuborð úr tekki með 6 stólum, nýuppgerðum, og tekkkommóða.  Ef ykkur vantar eitthvað í þessum dúr þá er bara að hafa samband.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli