Þá er tuttugastiogsjötti afmælisdagurinn liðinn - ekki var nú gestasamt á afmælisdeginum en var þetta samt ágætis afmælisdagur.  Var mikil veisla í kvöldmatinn, velskt lambalæri sem smakkaðist bara mjög vel og síðan var súkkulaðikaka í desert.  Fékk kort frá mömmu og pabba í afmælisgjöf, blóm og kort frá Ingu Huld og síðan Bodum þrýstikaffikönnu frá Jóu.  Rosa fínt og er stefnan sett á það að fá sér kaffi úr nýju könnunni núna á eftir og koníak með!! ...fínn endir á afmælisdeginum.
Ekki lengra að sinni þar sem nú þarf ég að klára að njóta afmælisins.
Með kveðjum frá Lullingstone Lane.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli