Fórum á laugardaginn í bæinn og fórum í London Eye og krús á Thames.  David Blaine vinkaði til okkar í siglingunni úr glerbúrinu sem hann hangir í við Tower Bridge.  Um næstu helgi er hann búinn að vera þar í 44 daga með einungis vatn að drekka - snarruglaður maðurinn, í gærkvöldi var þáttur um manninn.  Hann stóð í ísklumpi í New York í 3 daga og 3 nætur með bara vatn að drekka og einnig stóð hann á súlu sem var á hæð sem samsvaraði 10 hæða húsi í 36 klukkutíma án nokkurs - síðan hoppaði hann framaf og lenti á hrúgu af pappakössum.  Gaman að sjá yfir London úr auganu - er um 130 metrar á hæð og þar sem það var alveg heiðskírt var skyggnið ansi gott.  Á sunnudaginn keyrðum við síðan í bæinn og fórum á markað sem er nálægt Liverpool Street station - mikið fjör það og fullt af fínu dóti.  Inga fékk eina tösku með mynd af Maisy mouse á.  Bíllinn fór í viðgerð í dag (skipta þurfti um hjólalegur að aftan) og fengum við Ford Escort Diesel lánaðan á meðan frá bílasölunni - þvílík drusla ... en hún dugði okkur þó til að keyra í Lakeside Mall sem er ansi stór kringla í ca. 20 mínútna fjarlægð - það þurfti nú að fara með Evu eitthvað að versla!!  
Núna eru Jóa og Eva í leikhúsi, Young Vic að horfa á íslenska uppfærslu á Rómeu og Júlíu.  Merkilegt að Íslendingar fari á íslenska atburði þegar þeir eru staddir erlendis ... en jæja, svona erum við.  
Síðan nóg að gera framundan - Jóa fer í skólann á morgun, Inga í leikskólann, ég þarf að fara inn til London og Eva verður líklega bara heima að leysa heimadæmi sem hún þarf að skila þegar hún kemur aftur í skólann.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli