Í gær var þessi líka fína veisla.  Sif og Geir komu í heimsókn í siðmenninguna frá Isspiss og var boðið í íslenskt lambalæri fyllt með gráðosti og döðlum - algjört nammi !!  Í forrétt var íslenskur reyktur lax á ítölsku salatbeði og portúgalskt hvítvín með ... þetta var því töluvert alþjóðlegur matseðill.  Eftir matinn var síðan afgangurinn af stjörnuljósunum brenndur - ekki er ég alveg klár á því hvernig nágrönnunum leist á þetta en skemmtum við okkur allavega konunglega við þetta og vara svona smá áramótafílingur í þessu - hefði bara vantað að horfa síðan á skaupið.  Í dag sýndum við þeim síðan Greenwich og núll lengdarbauginn - alveg klassískur túristatúr og erum við að verða ansi þjálfuð í þessum rúnti.  Skiluðum þeim síðan af okkur við Liverpool Street Station þar sem að erfið lestarferð beið þeirra heim til Isspiss.  Á heimleiðinni gripum við síðan McDonalds með okkur við mikinn fögnuð sumra fjölskyldumeðlima - Big Tasty borgarinn klikkar ekki og mæli ég enn með kaupum í honum, sé þar mikil og stór tækifæri.
Cheers

Engin ummæli:
Skrifa ummæli