Bolla Bolla
Bolla bolla lýsir útlitinu vel eftir bolludaginn - telst mér til að ég hafi borðað samtals 16 rjómabollur í dag og í gær ... að meðtöldum kjötbollunum í kvöldmatinn reyndar.  Hér var mikill bollubakstur í gær þar sem Inga Huld átti að taka með sér bollur fyrir allan krakkaskarann á leikskólanum.  Jóhanna hafði minnst á þetta við fóstrurnar í síðustu viku og þeim leist svo vel á þetta að þær voru búnar að setja þetta í plan dagsins í dag þannig að Jóhanna hafði engra kosta völ annað en að baka bollur og gat ómögulega bakkað útúr þessu.  Inga Huld fór svo einnig með bolluvöndinn sinn í leikskólann og bollaði þar mann og annan.  
Wintry Week
Þrátt fyrir allt vorið sem komið var hjá okkur er aftur orðið kalt - hitastigið komið í frostmark og hitastigsspáin í veðurfréttunum er einföld: "Cold".  

Engin ummæli:
Skrifa ummæli