Hamborgarar í hádegismat
Það eru fáir krakkar í leikskólanum hjá Ingu Huld þar sem vetrarfrí er í skólum (ekki hjá Jóu þó) - á morgun er hún ein og er planið hjá fóstrunum að fara á hamborgarastað í hádeginu og gera eitthvað úr deginum.  Er Inga mjög lukkuleg með það og líst vel á planið ...
Græna kortið dýrt
Þarf að endurnýja mánaðarkortið mitt á morgun sem gildir í lestar og strætó - kostar það 93 pund, takk fyrir.  
Skrifaði annars mína fyrstu ávísun í gær !!!  Hef aldrei notað ávísanir en þarf nú í þessu frumstæða landi að nota þetta aldagamla apparat.  Hef reyndar ekki ennþá afhent viðtakanda hana og hefur því ekki komið í ljós hvort rétt hafi verið farið að þessu ...
cheers

Engin ummæli:
Skrifa ummæli