Veisla
Heldur betur veisla í gær í tilefni dagsins.  Í forrétt var humar og hvítvín, síðan var boðið uppá grillað nautasirloin með Chateau Larmande og í desert var súkkulaðiostakaka, með íslenskum rjómaosti, og í deserdesert var kaffi og koníak - og allt alveg súpergott !!  Inga Huld var þó eitthvað slöpp í gærkvöldi og var illt í maganum - lá hún bara í sófanum og sofnaði þar að lokum meðan við borðuðum.  Taldi hún að hún hefði borðað of mikið súkkulaði um daginn og að það hefði ekki farið vel í magann sinn.  Hún verður nú þó að vera tilbúin fyrir páskaeggjasúkkulaðiátið og má ekki láta það fara illa í magann sinn.
Vorboðinn kominn
Í gær sáum við vorboðann !!  Það er greinilega að koma vor með betri tíð í haga ... risastór randafluga sást sveimandi fyrir utan húsið okkar og finnst mér það ákveðið merki um vorkomuna.  10 stiga hiti var í gær en samt í dembu sem kom þá fylgdi með smá haglél.
Við skoðuðum nokkur hús í gær í misjöfnu ásigkomulagi.  Eitt var of stórt og dýrt, annað var með hraðbraut í bakgarðinum og það þriðja var í rusli.  Það sem var í rusli bauð þó uppá skemmtilega möguleika þar sem það var stórt og Jóa gæti æft sig í innanhúshönnun með því að gera það upp.  

Engin ummæli:
Skrifa ummæli