Nú er tengdó mætt á svæðið en sumarið virðist ekki vera komið ... það er nefnilega bara rétt búið að vera um 10 stiga hiti en í fyrra um páskana þá var á milli 15 og 20 stiga hiti.  Ýmislegt er búið að gera - Jóa er búin að fara með þau í Londonaugað, skoða Canary Wharf, Spitalfield, Blackheath og um helgina keyrðum við til Brighton sem er á suðurströndinni.  Í Brighton skoðuðum við sumardvalarhöll sem byggð var á 17. öld í indverskum stíl að utan en er með kínversku innbúi ... mjög flott.  Síðan var um kílómetralöng bryggja útí sjóinn sem var með tívolí á endanum og fannst Ingu Huld það ekki leiðinlegt.
Á föstudaginn eru síðan loksins allir komnir í páskafrí og þá tekur ýmisleg dagskrá við.  Á laugardaginn er það Chelsea leikur og var íslenski fáninn keyptur í tilefni af því ... um að gera að fylgjast með í sjónvarpinu hvort við sjáumst.  Á mánudaginn á að keyra á suðurströndina (enn einu sinni) til Poole sem er hjá Bournemouth og á að gista þar eina nótt og taka síðan ferju á þriðjudagsmorgninum yfir til Frakklands þar sem við verðum í 2 nætur ... allir mjög spenntir ...

Engin ummæli:
Skrifa ummæli