Jæja, þá erum við enn einu sinni bara þrjú í kotinu.  Það var heldur betur fjör um helgina og skemmtu Þórunn Eva og Inga Huld sér konunglega með tilheyrandi fíflalátum og hamagangi !!  Gestirnir í þetta skiptið voru verslanaglaðir og var nánast sama hvert farið var, alltaf var eitthvað keypt - þannig á það líka að vera.  Ekki var heldur verslað í amalegum búðum heldur var það bara Harrods og Selfridges sem blívaði.  Í Harrods drápum við tímann í húsgagnadeildinni þar sem okkur vantar húsgögn í verðandi nýja húsið okkar.  Þar fundum við að sjálfsögðu sófann sem við höfðum verið að bíða eftir ... hvar annars staðar ??  Við ákváðum þó ekki að versla hann í versluninni hans Dodda heldur fundum við hann á netinu í annarri búð sem var staðsett í Reading ... hvar annars staðar ??  
Veðrið lék við hvern sinn fingur á sunnudeginum með sól og hlýju en hina dagana var svona týpiskt Lundúnaveður - skipti sosum litlu máli þar sem verslanirnar eru allar innanhúss og transportið er neðanjarðar ... mjög hentugt.
Okkur tókst að sýna liðinu nokkra nýja staði, m.a. jakkafatadeildina í Selfridges, Spitalfeld Market og útimarkað þar hjá, vindilinn, Lloyds bygginguna og síðast en ekki síst sjálfa ABN AMRO bygginguna !!!
Cheers

Engin ummæli:
Skrifa ummæli