Ótrúlegt hvað við erum þreytt eftir daginn, við erum eiginlega bara alveg búin að vera.  Það er miklu erfiðara heldur en það hljómar að máta rúm.  Við fórum í slatta af rúmbúðum og prófuðum þar hinar ýmsu tegundir rúma og hlustuðum á misvitra rúmsölumenn lýsa fyrir okkur mismunandi gormategundum og mýkingarefnum og svo framvegis, o.s.frv...  Núna er síðan verið að athuga með málningarliti þar sem versla á málningu á morgun þar sem skvísurnar eru á heimleið til klakans á þriðjudaginn. 

Engin ummæli:
Skrifa ummæli