Það var ákveðið að taka á því vandamáli að það eru óbeðnir gestir sem halda sig í garðinum okkar.  Í einum runnanum er sem sagt refur búinn að gera sér húsaskjól og virðist una sér ágætlega. Hafa náðst myndir af honum ásamt félaga sínum í ýmsum vafasömum aðgerðum og var ákveðið að þetta gengi ekki til lengdar ...  Haldið var því í B&Q og refafæla keypt - fælan er reyndar aðallega til að fæla ketti og hunda en sagt að hún myndi ekki hafa minni áhrif á refi.  Fælan er mjög fullkomlega útbúin og virkar s.s. þannig að ef að fælan skynjar dýr í garðinum þá sendir hún frá sér einhvers konar hátíðnihljóð sem dýrunum líkar ekki við ... svo er bara að bíða og sjá hvernig til tekst!

Engin ummæli:
Skrifa ummæli