Nú styttist í jólin og sumir orðnir rosa spenntir !!  Inga Huld fékk Playmo jólasvein á sleða með hreindýrum í skóinn í morgun og fannst henni það ekkert smá flott.  Ég var í fríi í dag og gat því sofið aðeins út ... svona þangað til Inga Huld var farin að krefjast þess að ég myndi gefa henni að borða.  Við fórum síðan á jólaball í vinnunni minni og var Inga Huld búin að bíða lengi eftir því af því að henni fannst svo gaman í fyrra. Núna var Peter Pan þema og fór hún með fairy vængina sína á bakinu. Ekki var ballið síðra í ár heldur en í fyrra og heilmikið lagt í þetta - leikararnir ættu líka að vera orðnir nokkuð vanir þar sem þetta var þriðji dagurinn í röð sem ballið var !! ... nóg af börnum í ABN.  Það var í rauninni dáldið sniðugt að hafa Peter Pan þar sem auðvelt er að höfða til stráka með sjóræningjunum og síðan til stelpnanna með álfunum. 
cheers

Engin ummæli:
Skrifa ummæli