

Loksins, loksins byrjar Inga Huld í skólanum á morgun og hlakkar hana mikið til - fengum hluta af skólabúningunum í kvöld en þó ekki allt þar sem fyrsta sendingin var alltof stór. Sumarkjóllinn hennar er bleikur og lítur alveg ágætlega út en vetrarbúningurinn er rauðgrá köflóttur kjóll sem er ekki alveg okkar tískulitur en virðist mjög klassískur breskur skólakjóll ... það verður bara að venjast.
Barnfóstra byrjaði hjá okkur á mánudaginn og verður helsta verkefni hennar að sækja Ingu Huld í skólann og koma með heim þar sem Jóhanna er alltaf svo seint í skólanum sínum. Henni og Ingu Huld kemur mjög vel saman og eru þær búnar að fara út á leikvöll og í göngutúra á scooternum. Stefnan er einnig sett á að nýta hana sem barnapíu einhver kvöld þannig að það sé hægt að fara að kíkja á lífið hér í NYC!!
Ætli maður reyni ekki núna að kjósa hann Magna Rockstar Supernova nokkrum sinnum í viðbót á rockstar.msn.com - það er nokkuð merkilegt að fólk hér virðist taka eftir honum og þeirri staðreynd að hann sé Íslendingur ... nú er það ekki bara Björk og Sigurrós frá Íslandi heldur einnig Magni.
cheers
Engin ummæli:
Skrifa ummæli