Erum að horfa á furðulegan þátt sem er verðlaunaafhending lookalike fólks - semsagt fólk sem er líkt fræga fólkinu er með stóra og fína athöfn og gefur hvoru öðru verðlaun fyrir að vera líkt frægu fólki !!!
Helgarbíltúrinn í dag var til Cambridge - rúmlega klukkutíma akstur í þennan skemmtilega háskólabæ.  Gaman að rölta um miðbæinn innan um gamlar byggingar og skoðuðum magnaða kirkju sem er með stærsta hvolfþaki Englands - ótrúlegt hvernig var hægt að byggja svona byggingar á 15. öld þegar við vorum enn að byggja torfkofa ...  Fullt af fólki var þarna á ferðinni og greinilega mikið af fólki að túristast.  Cambridge er einn mesti reiðhjólabær Englands og er það líklega vegna þess hversu margir stúdentar eru þarna á ferðinni.  Líklega ekki verið amalegt að stúdera þarna þar sem lærdómsandinn virðist svífa þarna yfir vötnum og eflaust mikill innblástur að vera þarna á staðnum sjálfum.
Ætlum annars að fara að horfa á myndina Cabaret sem fylgdi frítt með Daily Mirror í dag.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli