Nú er búið að setja hillu ofan á kommóðuna hennar Ingu Huldar.  Hillan var keypt í IKEA um daginn og sett saman í gærkvöldi - verkið var síðan klárað í kvöld við mikinn fögnuð viðstaddra.  Nú er pláss fyrir allt playmoið hennar sem hún fékk í jólagjöf - hlöðu og hesthús ásamt fullt af dýrum.  
Sló met í morgun - var einungis 38 mínútur á leiðinni í vinnuna !!!  Fannst það ansi gott þar sem að ég hef yfirleitt verið um 45 mínútur á leiðinni en það lengsta sem það hefur tekið mig var 1 klukkutími og 20 mínútur - hef greinilega verið mjög óheppinn þann dag.  Gerði síðan þau mistök á leiðinni heim í dag að ég tók Central Line í vitlausa átt !! - algjör sauður, sá lestina nefnilega þegar ég kom hlaupandi niður stigann og rauk inn í hana.  Áttaði mig síðan á því að þetta var öfug átt sem ég var að fara í þannig að ég þurfti að skipta á næstu stöð og snúa við.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli