Dagurinn í dag leið hratt þrátt fyrir að lítið væri gert. Horfði á England - Tyrkland á lókalnum í kvöld og var leikurinn fínn - mun skárri en Liectenstein leikurinn. Mikil barátta og vann England sanngjarnt 2-0. Enn heldur það áfram að Tyrkir ná ekki að skora gegn Englendingum. Gestirnir virtust frekar ánægðir með leikinn og þá sérstaklega hann Wayne Rooney sem stóð sig vel ...kölluðu hann reyndar Spooney og skildi ég ekki alveg grínið.
Inga Huld farin að verða eitthvað leið að hanga svona með foreldrum sínum þannig að farið var með hana á róló í dag - var hún ánægð með það. Borðaði hún síðan án smekks og ætlum við að reyna að halda því áfram - hún er orðin svo stór. Fórum síðan í Safeway til að kaupa kodda fyrir ömmu og afa sem eru að koma í heimsókn og ekki er enn búið að opna Safeway Mega Store hjá okkur sem átti að opna í dag !! Vorum við frekar svekkt með það ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli